Samfélagslöggur
Samfélagslöggur
Síðustu misseri hefur samfélagslöggan farið inn í bekki á unglingastigi með fræðslu um stafræna borgaravitund, samfélagsmiðlahegðun og öryggi á netinu.
Í fræðslunni var m.a. fjallað um hættur og ábyrgð á samfélagsmiðlum, stafrænt fótspor, persónuvernd, einelti á netinu og hvernig ungt fólk getur brugðist við óviðeigandi samskiptum.
Nemendum gafst jafnframt tækifæri til að spyrja nafnlausra spurninga, sem reyndist bæði vinsælt og gagnlegt. Meðal spurninga sem bárust voru til dæmis:
„Hvað á maður að gera ef einhver krípí er að elta mann?“
„Getur löggan séð allt sem maður setur á Snapchat, líka þó maður sé búin(n) að eyða?“
„Hvað á maður að gera ef það er verið að drulla yfir mann á netinu?“
Spurningarnar sýndu glöggt að unglingar hafa margar spurningar og vangaveltur um stafrænan heim og sköpuðust góðar umræður um öryggi, ábyrgð og hættur á netinu.
Fræðslan var vel heppnuð og þökkum við samfélagslögreglunni kærlega fyrir mikilvægt starf og gott samstarf.