Hagnýtar upplýsingar

Opnunartími skólans 

Skrifstofa skólans er opin frá kl: 8:00-15:00 mánudaga til fimmtudaga en 8:00-14:00 á föstudögum, skólahúsnæðið er opið frá kl. 8:00.

Skrifstofa

Sími skólans er: 4117220 

Netfang skólans er: foldaskoli@reykjavik.is

Heimasíða skólans er: www.foldaskoli.is

Forfallatilkynningar 

Veikindi og leyfi eru tilkynnt símleiðis eða í gegnum Mentor. 

Hægt er að sækja um leyfi fyrir nemendur sem vara lengur en 1 dag í gegnum mentor. Einnig er hægt að nálgast eyðublöð á skrifstofu skólans

Mikilvægt er að hafa í huga að foreldrar/forráðamenn bera ábyrgð á því námi sem nemandi missir af á meðan á leyfi stendur. 

Íþróttir 

Íþróttir eru kenndar inni (nema í ágúst og maí) 

Í 1. bekk er ætlast til að nemendur séu í léttum og þægilegum fatnaði sem hentar vel til hreyfingar. Nemendur eru í skóm/grip sokkum eða berfætt í íþróttatímum (ekki í venjulegum sokkum/sokkabuxum vegna slysahættu).

Í 2.-3. bekk eiga nemendur að hafa með sér íþróttaföt í auka tösku/poka, skipta um í búningsklefa. Til dæmis stuttermabolur og stuttbuxur. Nemendur eru í skóm/grip sokkum eða berfætt í íþróttatímum (ekki í venjulegum sokkum vegna slysahættu).

Í 4.-10. bekk hafa nemendur með sér íþróttaföt og innanhús íþróttaskó í auka tösku/poka og skipta um í búningsklefa.

Fatnaður fyrir sund
Nemendur mæta með sundföt sem henta sundkennslu. Nemandinn verður að geta gert æfingar án þess að eiga í hættu að sundfötin renni til eða hamli sundkennslunni. Þeir sem kjósa að synda með sundgleraugu mæta með þau með sér.

Forföll nemenda
Ef nemandi getur ekki af einhverjum orsökum mætt í sund eða íþróttir á að tilkynna forföll samdægurs í gegnum Mentor eða í gegnum skrifstofu skólans.
Skila þarf inn læknisvottorði á skrifstofu ef nemandi er frá í tvær vikur eða lengur. 
Læknisvottorð gilda fyrir þann tíma sem tilgreindur er á vottorði. Læknisvottorð virka ekki aftur í tíma. 

Símanotkun 

Foldaskóli er símalaus skóli. Nemendum er ekki heimilt að nota síma á skólatíma. Ef nemendur eru með síma í skólanum á hann að vera í læstum skáp. 

Það er sameiginleg sýn okkar í skólanum að samvera nemenda á skólatíma skuli einkennast af virkum og jákvæðum samskiptum sem efla þá félagslega. 

Notkun ungmenna á farsímum er ekki endilega andhverfa jákvæðra samskipta. Við erum meðvituð um að stundum er notkun símanna bæði uppbyggileg og skemmtileg. Engu að síður viljum við draga úr skjátíma ungmenna og stuðla að því að þau noti frímínútur í félagsleg samskipti án tækninnar. Mörg eiga eiga erfitt með að takmarka notkun sína á tækjunum. Með símafríi viljum við líka koma í veg fyrir óumbeðnar myndatökur í skólastarfinu.  

Nemendum stendur alltaf til boða að hringja úr skólanum, einfaldast er að gera það af skrifstofu skólans. Einnig geta foreldrar náð sambandi við nemendur í gegnum skrifstofu skólans í síma 4117220