Grunnskólamót í knattspyrnu

Drengjalið 10. bekkjar

24. og 30. september fór fram Grunnskólamót KRR í knattspyrnu hjá 7. og 10.bekk. Mótið var haldið í Egilshöll og var leikið í sjö manna liðum á hálfum velli.

Foldaskóli sýndi mikla baráttu og góða liðsheild í sínum leikjum en náði því miður ekki að komast upp úr riðlinum að þessu sinni. Þrátt fyrir það var leikgleðin alltaf í fyrirrúmi og margir flottir taktar sáust á vellinum.

7.bekkur var með Dalskóla, Húsaskóla, Hólabrekkuskóla og Selásskóla í riðli.

Drengjaliðið var skipað eftirtöldum leikmönnum: Aron, Craig, Faris, Gunnar, Jökull, Kristinn, Theodór og Björn Rúnar.

Stúlknaliðið var skipað eftirtöldum leikmönnum: Ingibjörg, Embla, Anja, Jökla, Eva, Íris, Kolbrún, Sara og Eyja.

Stúlkurnar í 10.bekk voru með Hólabrekkuskóla, Ingunnarskóla og Norðlingaskóla í riðli.

Stúlknaliðið var skipað eftirtöldum leikmönnum: Árbjört, Daney, Svandís, Elísa, Ragna, Dagmar, Enea, Aldís, Svala og Alexandra.

Drengirnir í 10.bekk voru með Hólabrekkuskóla, Norðlingaskóla, Ingunnarskóla og Breiðholtsskóla í riðli.

Drengjaliðið var skipað eftirtöldum leikmönnum: Kjartan, Bjartur, Hermann, Brynjar Elí, Frosti, Elvar Jökull, Loi, Björgvin, Steinar, Magni og Emil.

Þjálfarar Foldaskóla voru: Benedikt Óli Breiðdal og Harpa Dögg Steindórsdóttir

Hér eru fleiri myndir frá mótinu.